Í YouthTRAILS verkefninu snúast ferðalög um meira en bara að fara á milli staða. Það er umbreytandi upplifun — tækifæri fyrir ungt fólk til að ferðast meðvitað, tengjast heimamönnum og leggja á virkan hátt sitt af mörkum til loftslagsaðgerða og sjálfbærrar þróunar.
Við tökum þátt í og endurhugsum DiscoverEU, ESB verkefni sem gerir 18 ára unglingum kleift að skoða Evrópu að mestu leyti með lest. Þó að DiscoverEU opni dyrnar að ferðalögum bætir YouthTRAILS við sjálfbærum tilgangi, með því að leiðbeina ungum ferðamönnum út fyrir höfuðborgir og inn á afskekkt, dreifbýl og vistvæn svæði þar sem má finna virk ungmennasamtök og aðila sem hvetja til sjálfbærra breytinga.
Ólíkt mörgum hefðbundnum verkefnum sem einblína eingöngu á umhverfisvænar samgöngur, endurskilgreinir YouthTRAILS grænar samgöngur sem félagslega og umhverfislega hreyfingu sem er knúin áfram af ungmennum.
Við teljum að verkefnið ætti að:
💬 Að efla raunveruleg samskipti milli ungra ferðalanga og ungmennahópa á staðnum.
🌿 Að efla vistvæna ferðaþjónustu sem verkfæri til aðgerðir í loftslagsmálum.
🎒 Þjálfa ungmennastarfsmenn með verkfæri til að tengja saman ungmenni, staðbundnar auðlindir og ferðaþjónustu.
🧭 Hvetja ungt fólk til að verða virkir sögumenn sjálfbærra svæða.
Margir ungir ferðalangar sleppa því að heimsækja dreifbýli eða ósnortin svæði á DiscoverEU ferðalögum, einfaldlega vegna þess að þeir vita ekki af þeim eða vita ekki hvernig þeir geta tengst heimafólki á slíkum stöðum.
YouthTRAILS bregst við þessu bili með því að:
Þróa leiðbeinandi kort fyrir unga ferðalanga sem eru búin til í samvinnu við ungt fólk á staðnum.
Byggja upp evrópskt ungmennanet fyrir menntun og starfshætti í vistvænni ferðaþjónustu.
Veldefla starfsfólk í æskulýðs- og ungmennastarfi sem leiðsögumenn í ábyrgri ferðaþjónustu.
Hleypa af stokkunum YEL! (YouthTRAILS vistvæna ferðaþjónustumerkinu) til að hjálpa ferðalöngum að finna ungmennavæna og umhverfisvæna áfangastaði.
Markmið okkar er ekki einungis að stuðla að grænni ferðatilhögun, heldur búa til hreyfiafl til framtíðar.
Við tengjum ferðir ungs fólks við samfélagslega þátttöku og virkni, og ýtum þannig undir félagslegt gildi ferðalaga.
Við styrkjum afskekkt samfélög með því að tengja þau við ferðalög ungs fólks í Evrópu.
Við ýtum undir að æskulýðsstarfsfólk verði áhrifavaldar sem geta mótað ferðavenjur og skapað jákvæðan vettvang fyrir þátttöku, sjálfbærni og nýsköpun.
Þó svo að YouthTRAILS verkefnið sé enn óklárað, byggir það á og styðst við fjölmargar áhrifaríkar áætlanir fyrir hreyfanleika ungs fólks, bæði innan Evrópusambandsins og í gegnum grasrótarverkefni um allan heim. Þessar áætlanir leggja grunninn að ferðalögum, námi, sjálfboðastarfi og samskiptum, og YouthTRAILS bætir þar við lykilþáttum eins og sjálfbærni, staðbundinni þátttöku og aukinni vitund um vistvæna ferðaþjónustu.
Hér eru nokkrar af helstu hreyfanleikaáætlunum fyrir ungt fólk:

Ertu milli 18 og 30 ára og finnst þú þurfa að prófa nýja hluti og ýta við sjálfum þér?
Ertu að leita að verkefni þar sem þú getur tekið þátt í raunverulegum verkefnum, ásamt því að ferðast til útlanda í nokkra mánuði?
Þá er Sjálfboðaliða- og samfélagsverkefniætlunin nákvæmlega það sem þú ert að leita að!

Sjálfboðastarf innan Interreg æskulýðsáætlunar ESB býður ungu fólki milli 18 - 30 ára upp á möguleika á að taka þátt í alþjóðlegum verkefnum.
Þetta er einstök upplifun fyrir sjálboðalita sem veitir þér tækifæri til að upplifa nýja staði og svæði, á sama tíma og þú eflir bæði einstaklingsbundna og faglega þekkingu þína.

Couchsufring er þjónusta sem tengir ferðalanga við samfélag alþjóðlegra aðildarfélaga. Nýttu þér Couchsurfing til að finna dvalarstað eða deildu þínu eigin heimili og nærumhverfi með öðrum ferðalöngum.
Couchsufers halda reglulega viðburði í yfir 200.000 borgum víðsvegar um heimin. Það er alltaf eitthvað sem er í gangi og nýjir vinir handan við næsta horn.