YEL!

Æskulýðsdrifin og sjálbær ferðaþjónusta í Evrópu

YEL! stendur fyrir YouthTrails Ecotourism Label sem er gæðavottun sem miðar að því að viðurkenna og styðja við ferðaþjónustufyrirtæki og samtök víðs vegar um Evrópu sem hafa sérstaka áherslu á ungmennaferðir og vistvæna ferðatilhögun. Hvort sem þú ert farfuglaheimili, æskulýðssamtök eða vistvæn gistiaðstaða í dreifbýli eða á afskekktum svæðum, þá hjálpar YEL! þér að sýna fram á skuldbindingu þína við sjálfbærni og virka þátttöku ungs fólks.

Með því að taka upp YEL! merkið ertu ekki bara að ganga til liðs við hreyfingu, heldur verður þú hluti af ört vaxandi vistvænu evrópsku fræðslu- og samstarfsneti, sem leggur áherslu á að styrkja ungt fólk til að kanna, taka virkan þátt og móta sjálfbæra ferðaþjónustu.

Afvherju YEL!

YEL! er meira en merki. Það er hluti af Erasmus+ YouthTRAILS verkefninu sem styður við:

🌍 Baráttu gegn lofstlagsbreytingum með fræðslu um sjálbæra og vistvæna ferðaþjónustu.

🤝 Hæfniuppbyggingu fyrir æskulýðsstarfsfólk og æskulýðshreyfingar.

🎯 Þróun gæðaviðmiða fyrir vistvæna ferðaþjónustu með áherslu á ungt fólk.

💡 Nýsköpun og þátttöku ungs fólks í sjálbærri ferðaþjónustu, sérstaklega í dreifðum byggðum.

Hvað gerir þig að YEL! vottuðum stað?

Við höfum þróað heildstæð gæðaviðmið sem hjálpa samtökum og ferðaþjónustuaðilum að meta og bæta tenginu sína við unga ferðalanga og sjálfbærni. Að verða YEL!-vottaður þýðir:

✅ Þú hefur lokið sjálfsmatskönnun.

✅ Þú uppfyllir skilyrði sem skilgreina hvað það þýðir að vera bæði ungmennavænn og vistvænn.

✅ Þú skuldbindur þig til stöðugra umbóta í gegnum þrjú stig „leiðréttingaaðgerða“, sem tryggir að jafnvel ný eða smærri samtök hafi tækifæri til að vaxa.

✅ Þú virkjar ungt fólk í samvinnu og kynningu á sjálfbærum ferðaupplifunum.

Kostir YEL! merkisins

🏷 Sýnilegt YEL! merki sem sýnir með stolti að þú ert ungmenna- og vistvænn ferðaþjónustuaðili.

🌐 Aðild að Evrópuneti ungs fólks um fræðslu og framkvæmd í vistvænni ferðaþjónustu (European Youth Network for Ecotourism Education and Practice).

🎫 Þátttaka í DiscoverEU, Erasmus+ ungmennaskiptum og samstarfsverkefnum í dreifbýli.

📣 Kynningar og stuðningur við starfsemina í gegnum netverk, verkfæri og herferðir YouthTRAILS.

Taktu þátt í hreyfiaflinu

Ertu æskulýðssamtök, farfuglaheimili eða ferðaþjónustuaðili í dreifbýli sem brennur fyrir sjálfbærni og aukinni þátttöku ungs fólks? Sæktu um YEL! merkið í dag og gerðu þig sýnilegan sem vottaðan, vistvænan og ungmennavænan ferðaþjónustaðila.

🌱 Byggjum saman grænni og heildstæðari framtíð — með ungu fólki, fyrir ungt fólk.

👉 [Hafðu samband] eða [Sæktu um YEL! vottun]

Popular Posts:

#Mindey

@mindey